Tumgik
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Kvedjur ur snjonum i Svartaskogj
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Skrapp upp i 1414 metra i dag. Upp a toppnum rakst eg a tennan kross sem var hulin snjo.
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Gongutur i svartaskogji. Spaziergang im Schwarzwald
1 note · View note
samuelorn · 11 years
Text
Milli jóla og nýárs
Enn og aftur er það góður tími síðan ég bloggaði síðast.
En síðan þá hefur margt skeð. Fyrst var það Fjölskylduhelgi þar sem við fengum að kynnast fjölskyldum flestra, allevega aðeins. Á Laugardagskvöldinu var enhverskonar kvöldvaka sem við höfðum reynt að skipuleggja. Sumt var meira af handahófi gert eins og leikritið um lífið í íbúðinni hjá okkur. Í því leikriti fórum við í gegnum venjulegan dag í íbúðinni. Dagurinn byrjaði á því að hvert herbegi vaknaði. Síðan var það morgunmaturinn. Hoppað var yfir vinnuna þar sem foreldrar voru búnir að kynnast því um daginn. Það fyrsta sem var gert þar á eftir var að sortera þvott. En það gerum við í einhverskonar þvottagötu. Það síðasta sem var síðan leikið var þegar sá sem býr fyrir neðan okkur og bað um það að við lækkuðum í okkur þar sem börnin hans vildu sofa.
Eftir þessa yndislegu helgi var síðan komið að Jólafríi, sem allir höfðu beðið efit með eftirvæntingum. Við vorum nokkur sem höfðu ákveðið að vera aðeins eftir og njóta þess að vera hér og ekki þurfa að gera neitt. Þessa nokkra daga sem við vorum hér var margt missniðugt gert. Til dæmis heimsóttum við Jólamarkaði bæði í Bruchsal og í Kahrlsruhe og nutum þess í botn. Einnig hengdum við upp þvott á aðra veigi. Það var nefnilega gert á þann veginn að við tókum óskilaþvottakörfuna okkar og hengdum það allt upp með límbandi á veggi. Ég held að það hangi enn að hluta til.
Á leiðinni til Münsingen kom ég við hér og þar í heimsókn þar sem ég hafði heimsótt allt, allt of fáa síðan ég kom til Þýskalands. Ég byrjaði í Stuttgart hjá guðmóður minni, síðan fór ég og hitti vini hér og þar. 3 í aðventu var ég síðan mættur til Münsingen ti Ömmu og Afa þar. Fyrst um sinn var ég einn og naut þess að vera þar. Fyrstu dagana sem ég var þar vorum við að undirbúa komu þeirra sem áttu eftir að koma. Þau komu síðan Föstudaginn fyrir jól og voru með okkur yfir jólin. Þessi jól voru alveg hreint yndisleg. Við nutum þess bara að vera saman, spjölluðum og spiluðum spil.
Nú er ég aftur komin í kastalan og byrjuðum að vinna í gær. Gærdagurinn var nokkuð afslappaður en það var verið að udirbúa Nýársdagana. Núna eru gestirnir komnir og dagskráin farin af stað. Að vísu er ég enn í eldhúsinu og þar af leiðandi ekkert að fylgja dagskránni bara að spá í mat framm og aftur. En á gamlárskvöld er sameiginlegur matur þar sem við erum meðal gesta og glæsilegt hlaðborð er í boði, sem við munum líklegast byrja á morgun að undirbúa, allavega að hluta til.
Annar skemmtilegur punktur, allavega fyrir mér er sá að í dag er ár síðan ég kom hingað í fyrsta skipti og ég er á þeirri skoðun að ég hafi gert alveg rétt með það að koma hingað og taka frí frá skóla.
1 note · View note
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Gardvinna i eldhusinu
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Sulta, sulta, sulta ekkert nema sulta.
0 notes
samuelorn · 11 years
Text
Jólin eru að nálgast
Jæja, enn eitt bloggið að byrtast. En sennilega það síðasta á þessu ári. Nema að ég verði duglegur í jólafríinu mínu sem er að hefjast eftir 9 daga. Hér í íbúðinni erum við aðeins byrjuð á því að skreyta fyrir jólin, að vísu ekki venjulega.
Við erum einungis með dagatal og jólatré. En hér hjá okkur er margt öðruvísi en annarstaðar. Dagatölin líta venjulega út nema það að það er búið að skrifa dagssetningar yfir tölurnar. Og það eru ekki það margir dagar eftir af því. Það er nefnilega þannig hjá okkur er að það endar þegar jólafríið okkar byrjar. Síðan er það jólatéð okkar. Það er ekkert svakalega stórt, kanski 15 cm á hæð og þar að auki ekki með nálar eins og grenið. Enda er þetta líka lítil planta sem við keyptum, þar að auki var sett lítil jólahúfa ofan á tréð.
Síðan er það spurningin um það hvort maður vilji vita það hvort maður vill vita það hvað það er langt síðan að maður fór afklakanum. En í dag eru það víst 3 mánuðir síðan.
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Spilandi Scotland Yard i Münsingen med Svövu og Isaki
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media Tumblr media
Thessa dagana erum vid thrju elstu fraendsystkynin erum i heimsokn i Amselwg thessa helgina. Hingad til Hofum vid notid tess i botn og stefnum i ad gera tad aframm.
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Tad gerist ymislegt i eldhusinu, i dag var framid mord, (á raudbedum)
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Verkefni stundarinnar: Thvottur a flisum
0 notes
samuelorn · 11 years
Text
Á morgun 10 vikur síðan að ég fór af klakanum.
Jebb, ég er víst latur að skrifa hér á þetta blogg mitt. Kanski maður reynir að bæta það aðeins upp með þessu bloggi.
En, já á morgun eru það víst 10 vikur síðan ég var síðast á klakanum. En ég sakna þess lítils, þar sem ég hef eiginlega engan tíma til þess. En þegar maður hugsar til þess þá hefði ég stundum ekkert á móti því að vera heima í snjónum. En hér eru haustlitirnir allstaðar, og afskaplega fallegt að geta horft út um gluggan í eldhúsinu þegar maður er að vinna við að búa til salaat eða stendur við uppvaskið.
Lífið hér í húsinu gengur sinn vanagang. Ég stend alla daga í eldhúsinu, annaðhvort við eldamensskuna eða við uppvaskið. Þannig séð er allt jafnskemmtilegt, bara á mismunandi hátt. Í eldamennskunni er maður stöðugt að læra eitthvað nýtt og eitthvað sem maður á eflaust eftir að geta nýtt sér seinna í lífinu. Einnig er manni treyst fyrir mörgu, eins og við það að krydda matin. Stundum kemur það fyrir að maður getur ekki boðið fólki upp á þetta sem var frammleitt, en oftast hafa kokkarnr okkar lausn við klúðrinu okkar. Sem betur fer hef ég ekki klúðrað miklu. Við uppvöskunarvélina er maður stöðugt að því sama en það kemur ýmislegt fólk, ekki bara fólk sem maður þekkir heldur koma stundum gestir til þess að þurka upp. Stundum er það bara spjallandi sín á milli en stundum lendir maður í samræðum við það og getur það verið mjög spennandi á köflum.
Lífði eftir vinnu er mis misjafnt. Oft er sett mynd í einhverja tölvuna og horft er á hana. Það er gert á þann hátt, að við tökum skjávarpa sem er í eigu húsinns og tengjum hann við tölvu. (Sá skjávarpi sem við meigum taka hefur verið hér í íbúðinni okkar í svona 8 vikur) Í gær horfðum við á Ace Ventura, nánar til tekið horfðu þau á myndina og ég sofnaði eftir ca. 10 mín og vaknaði við það að listinn í endan var að rúlla og þau hlógu þar sem ég hafði sofnað svo snemma eftir það að myndin fór af stað. En svona er lífið hérna í kastalanum hingað til. En á öðrum tímum dettur okkur eitthvað annað í hug. Í þarsíðustu viku var það eitt kvöldið þannig að það voru eingir gestir í húsinu. Þá tókum við okkur til og fórum í feluleik í mirkrinu.  Ég held að við vorum að í 2 tíma að  minnstakosti og tókum 3 leiki. Nokkuð skemmtilegt kvöld það. Í fyrrakvöld fór síðan stór hluti í sund, en ekki bara eitthvað sund. Heldur voru þetta sundlaugar með saltvatni. Nokkuð sérstakt það. Maður var varla komin ofaní þá var maður komin með saltbragð í munnin, og enn verra þegar vatnið fór í augun þar sem það sveið eins og ég veit ekki hvað. Í eini laugini var líka það mikið vatn að maður flaut léttilega í því, maður þurfti bara aðeins að hugsa hvernig maður ló í vatninu og maður var komin á yfirborðið.
Annað sem ég hef tekið eftir, eftir að ég kom hingað. Það er það að mér tekst betur og betur að lifa lífinu með Guði. Þar sem hver dagur sem unnin er hefst með helgistund þar sem allir starfsmenn í húsinu og stundum gestir koma saman til þess að eiga sameiginlega stund að morgni til þess að byrja daginn. Þar skiptumst við á því að sjá um helgistundina, sem sagt allir sem vinna hér. Hingað til hef ég átt eina stund. Þetta tiltekna skipti var þegar það var hér fyrrverandi æskulýðshópur, öðrum orðum voru þetta eldriborgarar. (Við úr ársliðinu þurftum að hlægja þegar þetta var tylkynnt.) Hluti af því að vera með helgistund er að vera með stutta hugleiðingu, sem að mínu mati tókst vel. Seinna meir frétti ég það líka að þetta haf náð til þessara eldriborgara. Eftir þessa helgistund heilsast allir með handabandi, mér finnst það skemmtilegur siður þar sem þá getur maður ekki gleymt neinum. Einnig byrjar og endar hver máltíð og fundur á bæn sem er beðin upphátt af einum af okkur í liðinnu. Hvert okkar á einn mánuð þar sem við erum kölluð Dolus. Sem merkir sá sem þjónar svo langt sem ég man, þetta var útskýrt einhvertíman í byrjun þegar við byrjuðum hér.
Ég er pottþétt að gleyma einhverju spennandi, en það lemur þá einhvertíman seinna. En svona er lífið í grófum dráttum hér í kastalanum í Unteröwisheim.
0 notes
samuelorn · 11 years
Photo
Tumblr media
Sma leikur i eldhusinu.
0 notes
samuelorn · 12 years
Photo
Tumblr media
Það er ekki amalegt útsýnið út um Gluggann hjá mér, með þessa haustliti.
0 notes
samuelorn · 12 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Fékk mér göngutúr í gær, þar sá ég mart og mikið.
1 note · View note
samuelorn · 12 years
Photo
Tumblr media
Kveikjum eld, kveikjum eld. Sit vid vardeld i gardinum heima vid kastalann (Wurde mit Instagram aufgenommen)
0 notes
samuelorn · 12 years
Photo
Tumblr media
Alltaf gaman i vinnunni her i Tyskalandinu (Wurde mit Instagram aufgenommen)
0 notes