Tumgik
kaelanmikla · 10 years
Text
Lítil Dýr II
Leyfðu mér að vera vond. Voðalegur hamagangur er á þér. Reittu upp reiðina, springdu og spurðu svo:  “hvað amar að mín kæra, meyja tilfinninga, óróleika, óstapíla, þyngdarlögmál, undirmeðvitundarinnar.
Skapstyggi andskoti, rífðu aðeins fastar í hárið á mér, skildu mig svo eftir, þakta í blóði mínu.
Hvíld eftir óróleikann, týnd í eigin hugsunum, smátt og smátt fer fólk að forðast líkama minn.
25 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
15 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
18 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Text
Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma
Svífa svartir svanir
sínum vængjum á
yfir háar hæðir
og hæðast að mér.
-þeir spurðu mig, mín kæra,
hvurslags vængi ég bæri
á berum herðum mér.
Þeir sögðu mér að fljúga.
Svo ég flaug og sá þá aldrei aftur
en ég heyrði þeirra hæðnis hlátur
bergmála í björgunum
sem voru það síðasta sem ég sá.
  Þú þarft ekki spítt eða kókaín, elskan mín, reyktu mig, sleiktu mig, mölvaðu og snortaðu. Settu í skeið og bræddu og sprautaðu mér í þig og finndu hvað ég tek mikið pláss. Finndu fyrir sprengjunni inní þér, ástin mín, þú stækkar og líkaminn þoli ekki meir. Svo þ�� springur og jörðin er hringur, sem þú vefur þig utan um  og lekur milli steinanna, fyrir aftan bar 11.
Þetta er það sem ég kalla gleði.
En ég ber þennan dóm, ég lækka minn róm og man fyrst þegar ég fæddist. Ég er frumburður og einkabarn nýs hugmyndaheims,  eins og kommúnismi, er ég falleg hugsun en verð aldrei að raunveruleika.
Í almyrkvuðum hellum ég ríkjum ræð og drottna ég sé mig sjálfa rotna og í eigin svita og táraflóði sit ég bara og blotna.
Ég nærist á þeim lífverum sem sína mér ekki lotningu hver elskar ekki sína eigin drottningu?
  Í dauða djúpum dreka drunum drýp ég dögg.
Í sárum mínum og syndaflóði flýt ég um.
Í blóði borin brýt ég bein mín bráðum kemur sólin.
ég veit raunveruleikinn er þarna einhversstaðar. en ég kemst bara ekki nær og ég er búin að reyna. Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma?
Þú þarft ekki spítt eða kókaín, elskan mín, reyktu mig, sleiktu mig, mölvaðu og snortaðu. Settu í skeið og bræddu og sprautaðu mér í þig og finndu hvað ég tek mikið pláss. Finndu fyrir sprengjunni inní þér, ástin mín, þú stækkar og líkaminn þoli ekki meir. Svo þú springur og jörðin er hringur, sem þú vefur þig utan um  og lekur milli steinanna, fyrir aftan bar 11.
Þetta er það sem ég kalla gleði.
En ég ber þennan dóm, ég lækka minn róm og man fyrst þegar ég fæddist. Ég er frumburður og einkabarn nýs hugmyndaheims,  eins og kommúnismi, er ég falleg hugsun en verð aldrei að raunveruleika.
Í almyrkvuðum hellum ég ríkjum ræð og drottna ég sé mig sjálfa rotna og í eigin svita og táraflóði sit ég bara og blotna.
Ég nærist á þeim lífverum sem sína mér ekki lotningu hver elskar ekki sína eigin drottningu?
  Í dauða djúpum dreka drunum drýp ég dögg.
Í sárum mínum og syndaflóði flýt ég um.
Í blóði borin brýt ég bein mín bráðum kemur sólin.
ég veit raunveruleikinn er þarna einhversstaðar. en ég kemst bara ekki nær og ég er búin að reyna. Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma?
30 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Audio
Kælan Mikla Mánadans Texti: Laufey Soffía & Sólveig Matthildur Upptaka: Ronja
43 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
26 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Text
Ástarljóð
Hvernig gátu hunangsgylltar hlíðar og bjargvættar bláminn í björgunum skyndilega skotist á brott.
Skelfingar skugginn er kuldalegur, vorið var vonbrigði og sumarið þrældómur vetrarins.
Ég er volandi vændiskona, veggja sem hindra mínar gleðinnar glæstu framtíðar drauma.
Ég man þegar ég speglaðist í gullslegnu vatni og sá þá sjálfa mig brosa.
Svanurinn sem kenndi mér forðum að fljúga er nú farinn, floginn á brott.
Og ég sit hérna eftir, alveg vængjalaus og velti því fyrir mér hvort ég fái nokkurntíman aftur að fljúga.
Ég festi mig við arfa í garðinum. Hjartað er við það að springa. Skelfingar skjálfti í líkama mínum ríkir og reiðin er óflýjanleg.
Líkami minn er ólgusjór og ég vona að þið drukknið öll með mér Hjartsláttur minn er óreglu öldugangur og lungun mín fyllast af vatni.
Ég vona að þú farir til helvítis, ástin mín, svo ég fái kannski að hitta þig aftur.
3 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
9 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
28 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
2 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Text
Næturdætur
Reykjavíkurnætur dætur
daðra við drottnarann
og dimmrauðir tónar
tæma nóttina.
Útipúki
5 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Text
Lítil Dýr II
Leyfðu mér að vera vond. Voðalegur hamagangur er á þér. Reittu upp reiðina, springdu og spurðu svo: “hvað amar að mín kæra, meyja tilfinninga, óróleika, óstapíla, þyngdarlögmál, undirmeðvitundarinnar.
Skapstyggi andskoti, rífðu aðeins fastar í hárið á mér, skildu mig svo eftir, þakta í blóði mínu.
Hvíld eftir óróleikann, týnd í eigin hugsunum, smátt og smátt fer fólk að forðast líkama minn.
3 notes · View notes
kaelanmikla · 10 years
Photo
Tumblr media
12 notes · View notes