Tumgik
Text
Heimildir
Ferðir sumarið 1837. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ferdir-sumarid-1837
Ferðir sumarið 1839. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ferdir-sumarid-1839
Ferðir sumarið 1840. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ferdir-a-islandi-sumarid-1840
Ferðir sumarið 1841. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ferdir-sumarid-1841
Vísindamaðurinn Jónas. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=visindamadurinn-jonas
Ritskrá um vísindi. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ritaskra-um-visindi
Æviferill Jónasar. (e.d.). Sótt af
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=aviferill-jonasar
Æviferill Jónasar. (e.d.). Sótt af 
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=aviferill-jonasar
Vísindamaðurinn Jónas. (e.d.). Sótt af 
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=visindamadurinn-jonas
Íslenska er okkar mál. (e.d.). Sótt af
http://jonas.ms.is/
Illur lækur eða heimasetan. (e.d.). Sótt af 
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=illur-lakur-eda-heimasetan
Saknaðarljóð. (e.d.). Sótt af 
http://www.ljod.is/index.php/ljod/view_poem/2679
Ísland, farsælda frón. (15. Okt 2014). Sótt af 
https://www.youtube.com/watch?v=zmdPUobgmaE
0 notes
Text
Þeir sem halda uppi vefsíðunni:
Rún Árnadóttir
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Fía Malmquist
Allar í 3.D
0 notes
Photo
Tumblr media
0 notes
Text
Minning Jónasar
Minning Jónasar lifir enn í gegn um ljóð hans og á 200 ára fæðingarafmæli skáldsins gaf Mjólkursamsalan, í samstarfi við Hvíta húsið, út veggspjald með mynd af Jónasi Hallgrímssyni sem samsett var úr 816 myndum af íslenskri náttúru. Hver og ein náttúrumynd vísaði í íslenskt náttúrukvæði.
0 notes
Text
Náttúran í kvæðum
Mikil þekking Jónasar á náttúrunni, og orðsnilld hans hjálpaði honum mjög að geta lýst henni á myndrænan hátt í ljóðum sínum. Hann kenndi þannig þjóðinni að meta landið á nýjan hátt. Jónas ljáði náttúrufyrirbærum sjaldan táknrænt gildi. Undantekningar voru kvæðin Alsnjóa þar sem snjórinn er gerður að tákni dauðans og kvæðið Illur lækur eða Heimasetan. Kvæðið er lagt munn meyjar sem lýsir fyrir móður sinni reynslu sinni af læk sem hefur farið illa með hana en væntanlega á hún við karlmann en ekki læk eins og sjá má í ljóðinu hér fyrir neðan.
Lækur rennur í lautu,
liggur og til þín sér:
alltaf eftirleiðis
eg skal gá að mér.
Nú fór illa, móðir mín!
mér var það samt ekki að kenna;
sástu litla lækinn renna
græna laut að gamni sín,
breikka þar sem brekkan dvín,
bulla þar og hossa sér!
vertu óhrædd! eftirleiðis
eg skal gá að mér.
Lækur gott í lautu á,
leikur undir sólarbrekkum,
faðmar hann á ferli þekkum
fjóla gul og rauð og blá;
einni þeirra eg vil ná
og svo skvettir hann á mig.
Illur lækur! eftirleiðis
eg skal muna þig.
Klukkan mín, svo hvít og hrein,
hún er nú öll vot að neðan;
hefðirðu þá heyrt og séð hann,
hvernig ertnin úr honum skein,
ég hef orðið ögn of sein,
og svo skvetti hann á mig.
Illur lækur! eftirleiðis
eg skal muna þig.
Lækur fer um lautardrag,
leikur sér að væta meyna
þá hún stígur þar á steina,
það er fallegt háttalag!
Ég fer ekkert út í dag,
uni, móðir góð! hjá þér,
vertu óhrædd! eftirleiðis
eg skal gá að mér.
0 notes
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
0 notes
Text
Brot úr dagbókum Jónasar
Eins og komið hefur fram hér á undan notaði Jónas mikið dagbækur sínar til þess að skrifa hjá sér í rannsóknarferðum sínum um landið. Hér á eftir koma nokkrar myndir úr dagbókum Jónasar.
0 notes
Text
Íslandslýsing
Í ágústmánuði árið 1838 lagði Jónas fram þá tillögu til Kaupmannahafnardeildar hins Íslenska bókmenntafélags að Íslandslýsing yrði rituð. Vel var tekið í þessa hugmynd Jónasar og hún samþykkt. Jónas, ásamt fjórum öðrum var fenginn í framkvæmdanefnd verksins. Ætlunin var að búa til nákvæma lýsingu af landinu auk uppdráttar Björns Gunnlaugssonar af Íslandi. Jónas náði ekki að klára verkið áður en hann lést en hafði þó lokið við drög af nokkrum köflum en þeir voru t.d. um líffræði spendýra, íslensk spendýr og fugla.
0 notes
Text
Ferðir um Ísland sumarið 1842
Þetta sumarið fór Jónas í stóra jarðfræðiferð til Austurlands en ástæðan var sú að hann hafði hlotið vísindastyrk frá konunginum. Jónas ferðaðist til Reyðarfjarðar, upp í Hérað og til Vopnafjarðar en Vopnafjörður var einmitt nyrsti staðurinn sem Jónas fór til í þessari ferð. Hann skrifaði jarðfræðidagbók sem hann lét svo gera afrit af fyrir rentukammerið. Frumprentun bókarinnar er í Rit eftir Jónas Hallgrímsson III en afskriftin er varðveitt á Háskólasafninu í Kaupmannahöfn og er fyrirsögn þess „Geologisk Dagbog fört af J. Hallgrimssen paa en Reise langs Islands Syd og Ostkyst Sommeren 1842“. Í október árið 1842 fór Jónas með skipi frá Eskifirði og silgdi burt frá  Íslandi í hinsta sinn. Hann kom til Kaupmannahafnar í byrjun nóvember.
0 notes
Text
Veturinn 1841-1842
Jónas dvaldi í Reykjavík og vann sem fyrr við ýmis vísindastörf en kom einnig á laggirnar náttúrugripasafni. Safnið var staðsett í húsi sem í dag er oft kallað Stjórnarráðshúsið en var gefið lærða skólanum árið 1846.
0 notes
Text
Ferðir um Ísland sumarið 1841
Sumarið 1841 ferðaðist Jónas um Vesturland og vestanvert Norðurland og skrifaði hann áfangaskrá í ferðakver sitt á Íslensku. Dagbók sem Jónas hélt sumarið 1841 er varðveitt á Landsbókasafninu. Í júní þetta sama sumar ferðaðist Jónas að Þingnesi í Elliðavatni ásamt hópi fólks. Ætlunin var að grafa í forn bústæði. Jónas skrifaði greinagerð um verkið fyrir Hið norræna fornfræðifélag. Greinagerðina skrifaði Jónas upp úr dagbókum sínum og er skýrslan, ásamt dagbókarbrotum varðveitt Landsbókasafninu.
0 notes
Text
Veturinn 1840-1841
Þennann vetur vann Jónas að þýðingu á bók eftir Ursin sem hét „Stjörnufræði“. Þýðing Jónasar kom út árið 1842 í Viðey. Hann gaf sér einnig tíma í alls kyns vísindastörf og skrifaði mikið niður hjá sér í bækur sem nú er varðveittar á Landbókasafninu. Jónas skrifaði ýmist á íslensku eða dönsku og merki bækurnar „Annotationsbog“.
0 notes
Text
Ferðir um Ísland sumarið 1840
Sumarið 1840 fór Jónas, ásamt Steenstrump, sem að var einn mest áberandi náttúrufræðingur dana á þessum tíma, um allt Vesturland og alla leið norður á Hornstrandir. Jónas skoðaði meðal annars bæði skeljar og kuðunga rétt ofan við Álftavatn. Hann skrifaði áfangaskrá á dönsku auk greina um ferðir sínar að Esju, um Ölves og um Vesturland. Þessar greinar eru varðveittar á Þjóðminsjasafninu auk brota úr dagbókum Jónasar frá þessum árum og minnisgreina úr ferðunum. Dagbókarbrotin eru t.d. úr ferðum Jónasar frá Reykjavík til Krýsuvíkur, um Borgarfjörð og Árnessýrslu en minnisgreinarnar eru t.d. frá ferðum hans á Seltjarnarnes og í Viðey.
0 notes
Text
Veturinn 1839
Um veturinn vann Jónas hörðum höndum að uppkasti að Íslenskri Eldfjallasögu. Seinna endurbætti hann verkið og þýddi yfir á dönsku. Ritin voru ekki gefin út en íslenska ritið fór í skjalasafn bókmenntafélagsins en danska ritið lenti í fórum Japetusar Steenstrump.
0 notes
Text
Ferðir um Ísland sumarið og haustið 1839
18.-22. júní dvaldi Jónas á Steinsstöðum í Öxnadal eftir að hann kom til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Hann hóf ferðina á að skoða Norð-Austanvert Ísland og fór meðal annars um Eyjafjörð, til Hrafnagils, að Syðri-Krossanesi, yfir Vaðlaheiði, ofan í fnjóskadal, til Reykjahlíðar og Húsavíkur. Hann gerði til að mynda rannsóknir á brennisteinsnámum við Mývatn og Fremrinámur. Jónas gerði einnig rannsókn á Krýsuvík með félaga sínum og skólabróður Japetus Steenstrup. Hann greyndi frá árangri beggja rannsóknanna í grein sinni „De Islandske Svovllejer”. Greinina er hægt að finna í Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV bindi. Um haustið 1839 ferðaðist Jónas til Skagfjarðar til þess að skoða Surtabrandslög. Á leið sinni til Eyjafjarðar lenti Jónas hins vegar í illviðri og barðist því við veikindi mest allan veturinn árið 1839.
0 notes
Text
Ferðir um Ísland sumarið 1837
Jónas kom til Vestmannaeyja í byrjun Júní og dvaldi þar til 17. Júní. Þetta sumar ferðaðist Jónas meðal annars um Rangárvalla- og Árnessýrslu, Reykjavík og nágrenni, skoðaði Geysi, Strokk og Þingvelli og fór um Húnavatnssýrslu og Skagafjörð í Öxnadal. Eftir ferðina skrifaði Jónas greinar um Geysi, Strokk og Norðurljós auk þess sem hann skrifaði um kaldvermsl og hitaútgeislun jarðaryfirborðsins. Þessar greinar auk greinar um Útselinn, sem Jónas skrifaði einnig, birtust í tímaritinu Naturhistorisk Tidsskrift.  
0 notes
Text
Rannsóknarferðir Jónasar um Ísland
Jónas fór í nokkra rannsóknarleiðangra til Íslands þar sem hann safnaði alls kyns sýnishornum og gerði athuganir, þetta gerði hann í þeim tilgangi að fá betri þekkingu á Íslenskri náttúru. Jónas skrifaði að mestu um ferðir sínar á dönsku í dagbækur sínar. Þar skrifaði hann einnig greinar upp úr dýrafræðiritum. Yfirlit yfir rannsóknir sínar skrifaði Jónas upp úr dagbókum sínum í skýrslu sem hann kallaði „Fimm sumarferðir”. Fyrstu rannsóknarferð sína fór Jónas á eigin vegum árið 1837. Fyrir ferðir sínar á árunum 1839-1842 hlaut Jónas hins vegar styrki frá rentukammeri og úr Sjóðunum til almennra þarfa.
0 notes